Eftir Derek White
UPPRUNI NAFNSINS
Nafnið “Palestína” vekur fyrst athygli okkar í enskri biblíuþýðingu frá 17. öld, sem kennd er við Jakob konung. Þar segir í 2. Mósebók 15:14: “Þjóðirnar heyrðu það og urðu felmtsfullar, ótti gagntók íbúa Palestínu.” Þetta nafn kemur einnig fyrir í sömu þýðingu í spádómsbók Jesaja, 14:29-31 og í spádómsbók Jóels, 3:4 (3:9 í ísl. útg.), en hin rétta þýðing í öllum tilvikum er Filistea, þar sem hér er verið að tala um landsvæðið Filisteu, sem er landræma í Kanaanlandi, við strönd Miðjarðarhafsins, þar sem Filistar bjuggu. Orðið Filistea í 2. Mósebók 15:14, er einmitt notað um þessa landræmu við hafið.
Hebreska orðið ‘pelesheth’ sem menn hafa hér þýtt sem “Palestína”, þýðir að velta eða færa til. Þetta lýsir nokkuð vel þjóðflokki Filista, sem tók sér þarna búsetu en uppruni hans er óljós. Í 10. kafla 1. Mósebókar, er ættartala afkomenda Nóa og þar eru Filistar flokkaðir með Kaslúkítum (Egyptum). Filistar fluttust, líklega frá eynni Krít og settust að í Kanaanlandi nálægt 1175 f. Kr. Þeir settust að á sléttlendi við hafið sem kallast Shephela og byggðu borgirnar Gasa, Asdód, Askelon, Ekron og Gat. Eftir 8. öld f. Kr., finnast engin merki um tilveru þessa þjóðflokks. Samt sem áður er nafnið “Palestína” (land Filista) dregið af nafni þessa horfna þjóðflokks. Það liggur því í augum uppi, að nýlegir innflytjendur á þessu sama landsvæði, sem kalla sig Palestínumenn, eiga ekkert skylt við hina fornu Filista og flestir þeirra geta ekki heldur rakið ættir sínar til ættfeðra Araba.
Þótt bækur og rit sem fjalla um land Hebrea, landið Ísrael, hafi oft notað orðið “Palestína”, var þetta orð ekki til á hinu biblíulega tímabili, því orðið kemur fyrst fram árið 135 e.Kr. Á dögum Jesú, var talað um landið sem ‘Eretz Israel’, Ísraelsland (Matteus 2:20-21, 10:23). Mörg landakort í Biblíum, sem sýna Palestínu á dögum Krists, eru því að nota rangnefni. Það var fyrst árið 135 eftir Krist, sem Rómverjar hófu að nefna landið “Sýrlensku-Palestínu”. Þetta nafn virðist þó lítið hafa verið notað af þeim sem síðar komu. Það á bæði við um hina tyrknesku Ottómana, sem kölluðu landið “Suður-Sýrland” og Araba, sem jafnvel eftir árið 1948 heimtuðu að nafnið Suður-Sýrland væri notað áfram.
Svo virðist sem Bretar hafi fyrst og fremst staðið fyrir því, að endurvekja notkun nafnsins “Palestína”, en fyrir tilverknað þeirra, kemur þetta nafn aftur í almenna notkun um miðja nítjándu öld. Þá verður nafnið “Palestína”, samheiti við Kanaanland eða Landið helga, jafnt hjá rithöfundum Gyðinga og kristinna manna, þótt það hefði á þeim tíma ekki þá Arabísku eða “Palestínsku” þjóðernistengingu, sem við þekkjum í dag. Það er fyrst eftir upphaf fyrri heimsstyrjaldar og fall Tyrkjaveldis ásamt tilkomu Balfour yfirlýsingarinnar árið 1917, að þetta nafn fer að hafa verulega pólitíska þýðingu. Af þeim sökum hefst það tímabil, sem við þurfum að skoða nánar, árið 1917.
BALFOUR YFIRLÝSINGIN
2. nóvember árið 1917 gaf breska ríkisstjórnin út hina
vel þekktu __________________
2. nóvember 1917 Kæri Rotschild lávarður,
Það er mér mikil ánægja fyrir hönd ríkisstjórnar hans hátignar, að koma á framfæri við þig eftirfarandi
yfirlýsingu um samhug
“Ríkisstjórn hans hátignar horfir með velþóknun á stofnun þjóðarheimilis gyðingaþjóðarinnar í Palestínu og mun gera það sem í hennar valdi stendur til að auðvelda framgang þess verkefnis og tekur skýrt fram, að ekkert verður gert sem mismunað gæti borgara- og trúarlegum réttindum núverandi samfélaga í Palestínu, sem ekki eru byggð Gyðingum, né þeim réttindum og þeirri stjórnmálastöðu sem Gyðingar njóta í öðrum löndum.”
Ég væri þakklátur, ef þú mundir koma þessari
yfirlýsingu á
Yðar einlægur,
Arthur James Balfour (sign)
|
![]() |
Í júlí árið 1922, samþykkti Þjóðabandalagið umboðssáttmála, þar sem Bretlandi var falið að fara með umboðsstjórn í Palestínu og þar átti að koma átti á fót þjóðarheimili fyrir gyðingaþjóðina.
|
Það landsvæði sem hér um ræðir, tók yfir allt núverandi
Ísrael, að Gólanhæðum, Gasa og “Vesturbakkanum” meðtöldum og auk þess allt
núverandi landsvæði Jórdaníu. (Sjá kort 1)
Umboðsstjórnarsvæði breta, kallað Palestína |
Svæðinu skipt í tvennt |
|
![]() |
![]() |
|
Kort 1. |
Kort 2. |
LANDINU SKIPT
Skömmu síðar tóku Bretar með samþykki Þjóðabandalagsins, ákvörðun um að skipta umboðsstjórnarsvæðinu. 77% af landinu sem áður átti að vera landsvæði Gyðinga var gefið emír nokkrum Abdullah að nafni. Til að uppfylla þjóðernisáhugamál Araba, átti Abdullah að koma á fót arabískri sjálfsstjórn á svæðinu. Þetta landsvæði var nefnt Trans-Jórdanía. (Sjá kort 2)
Innflutningur Gyðinga var bannaður til austurhluta umboðsstjórnarsvæðisins (Trans-Jórdaníu) og aðeins leyfður í vesturhluta Palestínu, vestan Jórdanar. Um sama leyti voru Gólanhæðir, sem upphaflega tilheyrðu umboðsstjórnarsvæði Breta, fluttar yfir á umboðsstjórnarsvæði Frakka (núverandi Sýrland m.m.). Árið 1946 tóku Bretar ákvörðun um að veita Trans-Jórdaníu fullt sjálfstæði, en Abdullah sem þá kallaði sig konung, lét árið 1950 breyta nafni landsins í Jórdaníu.
Í nóvember árið 1947, var samþykkt á þingi Sameinuðu Þjóðanna að skipta landsvæðinu vestan árinnar Jórdan í annað Arabaríki og ríki fyrir Gyðinga. Það þýddi að Gyðingar áttu aðeins að fá 12% af hinu upphaflega þjóðarheimili sínu. Samþykkt Sameinuðu Þjóðanna árið 1947, gaf Aröbum í raun 88% af því landsvæði, sem Gyðingum hafði upphaflega verið heitið, bæði af Bretum og Þjóðabandalaginu.
Ísrael 1949 - 1967 |
|
Kort 3. |
Gyðingar samþykktu að taka við þessu sundurtætta og óverjandi landsvæði sem heimalandi, en Arabar höfnuðu sínum hlut. Þann 15. maí árið 1948, var lýst yfir sjálfstæði Ísraelsríkis og daginn eftir gerðu hersveitir fimm Arabaríkja, þ.e. Egyptalands, Jórdaníu, Sýrlands, Líbanons og Íraks, árás á hið nýstofnaða ríki, í því augnamiði að eyða þessu gyðingaríki og reka Gyðingana í sjóinn. Það er algjört kraftaverk, að Gyðingar skyldu ná að snúa herjum Araba til baka og vopnahléslínan sem komið var á, árið 1949 myndar núverandi markalínu milli Ísraels og svokallaðs “Vesturbakka” og Gaza. (Sjá kort 3)
Árið 1950 tóku yfirvöld í Jórdaníu einhliða upp á því, að innlima í ríki sitt landsvæðið sem þau hersátu vestan árinnar Jórdan (Júdea og Samaría). Þessi innlimun var ekki viðurkennd af neinum, nema Bretlandi og Pakistan (þessi ákvörðun var ekki viðurkennd af neinu öðru Arabaríki). Til að auka trúverðugleika þessarar einhliða ákvörðunar, gáfu Jórdanir landsvæðinu nýtt nafn og kölluðu það “Vesturbakka”.
Vegna yfirvofandi innrásar gríðarlegs herafla Egypta á Sínaí, en þeir höfðu einnig fengið loforð um hernaðarþáttöku Sýrlendinga og Jórdana, þá gerði flugher og landher Ísraels árás í júní árið 1967 á stöðvar egypska hersins og þegar þeir höfðu verið sigraðir, voru innrásarherir Sýrlendinga og Jórdana yfirbugaðir. Ríkisstjórn Ísraels, hafði hvatt Hussein konung Jórdaníu, til þess að taka ekki þátt í stríðinu og fullvissað hann um það, að þá myndi Ísrael ekki ráðast á Jórdaníu. Hussein konungur, taldi sig hins vegar hafa hér ágætt tækifæri til þess að stækka ríki sitt á kostnað Ísraels og hóf árás inn í Ísrael. Í þeim bardögum sem af þessu hlutust, þá tók Ísraelsher austurhluta Jerúsalem og rak Jórdanska herinn burt úr Júdeu og Samaríu að ánni Jórdan. Ísraelsmenn fóru ekki að dæmi Jórdana, að innlima Júdeu og Samaríu í land sitt, heldur settu landsvæðið (svokallaðan Vesturbakka) undir stjórn hersins, sem einnig átti að halda þar uppi nauðsynlegri öryggisgæslu. Á sama tíma var Gasaströndin tekin undan stjórn Egypta og Gólanhæðir undan stjórn Sýrlendinga.
Afleiðingin var sú, að nafnið “Palestína” hvarf úr landafræði Mið-Austurlanda, sem raunverulegt nafn á skýrt afmörkuðu landsvæði.
PALESTÍNUMENN?
Það er eftirtektarvert, að allt til ársins 1948 voru þeir Gyðingar sem bjuggu á landsvæðinu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafs, kallaðir “Palestínumenn” eða “Palestínu-gyðingar”. Arabar og ýmsir aðrir sem einnig bjuggu á svæðinu, vildu ekki nota orðið “Palestínumaður”, því það vísaði til íbúa af gyðinglegum uppruna. Þeir sem töldu sig vera af arabískum uppruna kusu fremur að vera einfaldlega kallaðir Arabar. Í maí árið 1948, hófu Gyðingar réttilega að kalla sig “Ísraelsmenn” og íbúar Jórdaníu, kölluðu sig Jórdaníumenn. Þeir sem bjuggu í Júdeu og Samaríu þegar Abdullah, innlimaði landsvæðið og nefndi það “Vesturbakka”, kölluðu sig Jórdaníumenn eða jafnvel “Vesturbakkabúa”. Þeir höfðu engan áhuga á láta kalla sig “Palestínumenn”, né sýndu þeir minnsta áhuga á sjálfstæði. Á þeim 19 árum, sem Jórdaníumenn hersátu landsvæðið, varð ekki vart við neitt frumkvæði frá íbúunum til þess að öðlast sjálfstæði.
Á árunum 1948/1950 varð “Palestína”, sem nafn á landsvæði úrelt, því nöfnin Ísrael og Jórdanía tóku algerlega við, þar sem íbúarnir urðu ýmist Ísraelsmenn eða Jórdanir. Jafnvel arabískir íbúar Júdeu, Samaríu og Gasa, sem Ísraelsmenn stjórnuðu, höfðu engan áhuga á að láta kalla sig “Palestínumenn” eða óska eftir sjálfstæði. Hvernig stendur þá á því, að nú á seinni árum, er nafnið “Palestína” notað svo ótæpilega um þann hluta Ísraels, sem heitir Júdea og Samaría?
Staðreyndin er sú, að nafnið “Palestína” hefur verið nýtt, sem áróðursvopn fyrir Arabaríkin og sérstaklega fyrir PLO og þær fylkingar sem fylgja þeim að málum. Í reynd er það svo, að endurupptakan á nafninu “Palestína” og tenging þess við málstað Araba (sérstaklega eftir stofnun PLO á 7. áratugnum), er eitt af stærstu og áhrifaríkustu áróðursbrögðum aldarinnar. Þetta er ein tegund áróðurstækni, sem nýtir aðferð sem kallast “stóra-lygin” (the big lie). Þessi aðferð var listilega nýtt af Þýskalandi Nasismans (og Bandamönnum einnig) í áróðursstríði síðari heimsstyrjaldar. Grundvallaratriði þessarar áróðursaðferðar byggir á því, að ef lygin er nógu stór, hrópuð með nægilega háværum hætti og endurtekin nægilega oft, þá muni meirihluti fólks trúa henni á endanum. Hitler og Göbbels, mestu áróðursmeistarar aldarinnar uppgötvuðu ákveðið lögmál, sem felst í því að eftir því sem lygin er stærri, er líklegra að henni verði trúað. Þessi áróðursaðferð er afar skilvirk og í dag er hún nýtt af óvinum Írsraelsríkis til fullnustu. Við skulum aðeins líta á það, hvernig þetta hefur verið gert. Þar koma til sögunnar samtökin PLO og stofnsáttmáli þeirra.
FRELSISSAMTÖK PALESTÍNU (PLO)
Frelsissamtök Palestínu (PLO) voru stofnuð í Kaíró árið 1964, undir verndarvæng Arababandalagsins og var ætlað að vera samband hópa, sem höfðu það markmið að eyða Ísrael með vopnaðri baráttu og stofna í staðinn “Lýðveldið Palestínu”. Markmið samtakanna eru talin upp í stofnsáttmálanaum, en þrátt fyrir að Yasser Arafat hafi oft þóst ætla að breyta honum í mildari átt, er hann nánast óbreyttur í dag.
Upp frá þessu, nýttu Arabaríkin afar skilvirkar aðferðir, að hluta til með aðstoð Vesturlanda, til að koma á framfæri þeirri þjóðsögu að til væri landið “Palestína”, sem hefði verið heimaland “palestínsku” þjóðarinnar frá örófi alda og “Palestínumenn” væru upprunalegir íbúar landsins og réttmætir eigendur þess, en hefðu nú verið beittir órétti af Ísraelsmönnum.
Hér er stutt dæmi um það hvernig Arabar hafa í seinni tíð haldið þessari þjóðsögu á lofti:
“Palestína var heimaland Araba jafnvel áður Arabar/Múslimar tóku þar völdin á sjöundu öld. Arabar voru upprunalegir íbúar og ráðamenn landsins. Kanaanítar voru Arabar, Filistar voru Arabar, Amorítar voru líka Arabar. Gyðingar réðu landinu aðeins í stuttan tíma á dögum Davíðs og Salómons, en þeir misstu svo völdin og hurfu í hafsjó Araba. Gyðingar nútímans eru því ekki afkomendur hinna fornu Gyðinga”!
Við skulum stuttlega líta á þessar nútíma áróðurs-þjóðsögur.
ÞJÓÐSÖGURNAR UM PALESTÍNU
Í fyrsta lagi, þótt þeir sem í dag kalla sig “Palestínuaraba”, þykist vera afkomendur hinna upprunalegu íbúa landsins sem bjuggu þar fyrir 3.000 árum eða afkomendur hinna upprunalegu ættfeðra “Semíta”, þá eru “Palestínumenn” í reynd afar sundurleit blanda af ýmsum þjóðernum. Til dæmis Persar, Grikkir, Rómverjar, Mongólar, Norður-Evrópumenn, Arabar, Egyptar og Tyrkir, sem hafa komið inn í landið gegnum aldirnar með hverri flóðbylgjunni á fætur annarri af innrásum og aðflutningi. Blöndun þjóðflokkanna gerir það að verkum, að það er nánast útilokað að benda á nein raunhæf tengsl núverandi íbúa “Palestínu” við hina upprunalegu “Semíta”. Í ljósi sögunnar er þessi kenning er því afar ólíkleg.
Í öðru lagi halda Arabar því fram, að “Palestínumenn” eigi tilkall til landsins vegna langra sögulegra tengsla og þeir hafi í reynd búið í landinu frá “ómunatíð”. Þessi staðhæfing er meingölluð. Stærsti veikleikinn felst í innflæði af fólki frá nágrannaríkjunum, sem hefur átt sér stað síðustu tvær aldir og stríðir gegn þeirri staðhæfingu að rætur “Palestínumanna” séu eingöngu í “Palestínu”. Við getum byrjað á innrás Napóleons í “Palestínu” og í kjölfarið kom innrás Múhameðs Alí á árabilinu 1831 – 1840, en þá var töluverður innflutningur af bændum frá frá Egyptalandi. Árið 1831, fluttust 6.000 egypskir bændur til Akko og settust þar að. Múhameð Ali, hafði þá stefnu að dreifa Egyptum um allt landið bæði til þéttbýlisstaða og einnig til sveita og þannig urðu til byggðir Egypta í Huladalnum, Bet-Sheandalnum og einnig í Jórdandalnum.
Egyptar voru ekki einu innflytjendurnir. Árið 1860 kom allstór hópur Alsírmanna frá Damaskus og settist að á Safed svæðinu og aðrir Alsírmenn stofnuðu byggðir í neðanverðri Galíleu um svipað leyti. Yfirvöld Ottómana (Tyrkja), hvöttu Cirkassa til að flyta til landsins og Drúsar fluttu sig óboðnir frá Líbanon. Ferðamenn frá Evrópu á 19. öld segja frá því að meðal íbúa landsins sé að finna Tyrki, Kúrda og Bosníumenn.
Það er athyglisvert að lesa orð E.G.W. Masterman, sem starfaði fyrir samtök Gyðinga í London, en hann minnir Zíonista á eftirfarandi árið 1914:
“Þótt nú eigi sér stað töluverður brottflutningur Araba til Ameríku, þá hafa bestu svæðin til búsetu í ‘Palestínu’ , þegar verið byggð fólki frá ýmsum löndum. Þar eru byggðir Múslima, Alsírmanna, Búlgara, Cirkassa og Tyrkja vestan við ána Jórdan, að ekki sé minnst á aukið landnám Þjóðverja.”
Innflutningur Araba til “Palestínu” hófst fyrst fyrir alvöru eftir fyrri heimsstyrjöld. Á árabilinu 1922-1931, voru ólöglegir innflytjendur um 12% af heildarfjölda Araba á svæðinu. Í skýrslu svokallaðrar Hope-Simpson nefndar árið 1930, er eftirfarandi staðhæfing: “Það á sér stað stjórnlaus innflutningur ólöglegra innflytjenda frá Egyptalandi, Trans-Jórdaníu og Sýrlandi.”
Það er kaldhæðnislegt, að á meðan bresk yfirvöld takmörkuðu innflutning Gyðinga, þá var lítið gert til þess, að stöðva ólöglegan innflutning frá Arabaríkjum inn í landið. Seint á fjórða áratugnum, þegar Gyðingar í Þýskalandi og Austurríki voru í mikilli lífshættu, þá var þeim ekki hleypt inn í landið, en á sama tíma var landið síður en svo lokað fyrir þúsundum af ólöglegum innflytjendum Araba.
Churchill benti réttilega á þetta árið 1939:
“Fjarri því að vera ofsóttir, þá hafa Arabar flykkst inn í landið og fjölgað sér miklu meira en Gyðingar hafa haft tök á að auka fjölda Gyðinga.”
Og aftur í
ræðu í neðri deild breska þingsins 26. janúar árið 1949 segir Churchill:
“Síðustu 25 árin hefur fjöldi Gyðinga í Palestínu tvöfaldast eða rúmlega það, en
það á einnig við um íbúafjölda Araba á sömu landsvæðum. Eftir því sem Gyðingar
unnu að því að endurbyggja landið, rækta appelsínulundi, þróa vatnskerfi,
rafkerfi o.þ.h., þá hefur sívaxandi fjöldi Araba einnig fengið atvinnu og
möguleika á lífsframfæri. Hér er um að ræða 400 til 500 þúsund Araba, sem hafa
fengið lífsviðurværi þarna og samskipti þessara kynstofna á landsvæðum Gyðinga
hafa verið þolanleg þrátt fyrir ytri uppákomur og alls konar truflanir.”
Það er einnig áhugavert að skoða kröfu Araba til “Palestínu” út frá víðara sjónarhorni. Frá upphafi og fram til okkar daga, hefur aldrei verið til nein þjóð “Palestínu-Araba”. Í augum Arabaþjóðanna, hefur aldrei verið til neitt þjóðland sem heitir Palestína. Það er aðeins einn bær sem Arabar hafa stofnað í “Palestínu” svo sögur fari af, en það er smábærinn Ramle, milli Tel-Aviv og Jerúsalem, en Arabar stofnuðu hann árið 717.
Við getum líka skoðað kröfur Araba, í ljósi ástands landsins, þegar Gyðingar tóku að flytjast þangað á ný. Þeir sem réðu landinu gegnum aldirnar, frá dögum Rómverja og fram á þessa öld, höfðu ekki minnsta áhuga á uppbyggingu þess. Þar skipti ekki máli hvort Arabar eða Tyrkir áttu í hlut, ekkert þeirra stórvelda sem fóru þarna með völdin báru hag landsins fyrir brjósti. Afleiðingin varð niðurníðsla og órækt, m.a. vegna eyðingar skóga og skorts á umhirðu, þannig að stórir hlutar landsins urðu óbyggilegir. Hver ferðamaðurinn á fætur öðrum á átjándu og nítjándu öld lýsir landinu sem dapurlegu eyðihrjóstri. Þessu er hvað best lýst í riti eftir Mark Twain, en árið 1867 skrifaði hann eftirfarandi:
“Eyðilegt land, þar sem jarðvegur er nægilegur en er algerlega þakinn óræktargróðri og illgresi... við sáum aldrei neinn mann á allri leiðinni. Þarna fyrirfannst varla tré eða runni nokkursstaðar... Palestína er bæði eyðileg og lítt aðlaðandi...”
Landið beið eftir endurkomu Gyðinga, til að endurreisa það og bjarga frá vanhirðu og misbrúkun.
Eins og áður hefur komið fram, þá hefur aldrei verið til nein þjóð “Palestínumanna”. Það eru aðeins Gyðingar, sem hafa elskað landið, sinnt því og endurreist. Ef hinn vitri Salómon konungur ætti að meta, hvort Arabar eða Gyðingar væru hinir réttmætu íbúar landsins, þá mundi hann efalaust dæma landið eign Gyðinga. Aftur skulum við grípa niður í þingræðu Winston Churchill í janúar árið 1949:
“Gyðingarnir, hafa bæði notað hæfileika sína og möguleika til þess að láta eyðimörkina blómstra. Þeir sem hafa séð þetta, geta borið því vitni. Arabarnir, með allan sinn virðuleika í framkomu, eru fyrst og fremst börn eyðimerkurinnar þar sem þeir dvelja. Það er meginástæðan fyrir því, að ekki verður um neina endurreisn landsins að ræða, þar sem þeir stjórna.”
ÞJÓÐSAGA Á TUTTUGUSTU ÖLD
Sú skoðun, að Gyðingar eigi ekki rétt á sjálfstæðu ríki í “Palestínu”, vegna þess að landið sé eign annarrar þjóðar, er tiltölulega nýleg. Á nítjándu öld, þegar miklar umræður hófust um heimflutning Gyðinga til “Palestínu”, datt engum í hug að halda slíku fram hvorki í ræðu né riti. Sú skoðun að Arabaþjóðir eða einhverjir sem kallaðir eru “palestínskir íbúar” eigi sögulegt tilkall, sögulega hefð, eða sögulegan eignarrétt er hreinn uppspuni, sem saminn hefur verið á okkar dögum.
INNRÁS ZÍONISTA?
Þjóðsagan um innrás Zíonista, er líka nýleg framleiðsla úr áróðursvél Araba. Árið 1948 reyndi ekki nokkur maður, að halda því fram, að Gyðingar væru orsök flóttamannavandamálsins á svæðinu. Staðreynd málsins er sú, að Arabar og aðrir sem bjuggu í “Palestínu” í stríðinu voru ekki reknir brott (nema í örfáum undantekningartilvikum) af Zíonistum, heldur flúðu að eigin frumkvæði, vegna ótta við yfirstandandi styrjaldarátök sem Arabaríkin höfðu byrjað. Það er útilokað að fjöldabrottrekstur Araba frá landsvæðum Gyðinga, hefði getað farið fram án þess að eftir því væri tekið.
Erlendir blaðamenn sem fjölluðu um stríðið árið 1948 frá báðum hliðum, skrifuðu heilmikið um flótta Araba burt frá stríðsátökunum, en jafnvel þeim sem voru andsnúnir Gyðingum datt ekki í hug að halda því fram, að flóttafólkið hefði ekki farið af eigin hvötum. Á þeim þremur mánuðum, sem stærstur hluti flóttafólksins tók sig upp (í apríl, maí og júní árið 1948) þá birtust í stórblaðinu “London Times”, (sem var opinberlega andsnúið Zíonistum) ellefu fréttaskýringar um ástandið í “Palestínu” og þessu til viðbótar var fjöldi frétta og blaðagreina um málið. Hvergi var svo mikið sem gefið í skyn að Zíonistar væru að reka Araba frá heimilum sínum.
Í dag lesum við hins vegar í kristilegum tímaritum staðhæfingu eins og þessa:
“Fyrir tuttugu og þremur árum, var heimaland ‘Palestínumanna’ hertekið af Ísraelsmönnum og alþjóðasamfélagið gerði ekkert í málinu.” Hinar stóru kirkjudeildir og kristnir fjölmiðlar, hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá áróðursvél Araba, varðandi svokallaða “Palestínu” og svokallaða “Palestínumenn”. Sama má segja bæði um fjölmiðla og stjórnmálamenn heimsins, sem nú láta líta út fyrir að Ísrael beri alla ábyrgðina á vandamálum “Palestínumanna”. Þetta er ávöxtur áróðursstríðs Araba.
JÓRDANÍA ER RÍKI PALESTÍNUMANNA?
Við verðum að taka fram þá staðreynd að nú þegar er til ríki svokallaðra “Palestínumanna” og það heitir Jórdanía. Eins og áður er getið, stofnuðu Bretar ríkið Trans-Jórdaníu árið 1922. Í upphafi ætlaði Abdullah emír að kalla landið “Palestínu”, en Bretar réðu honum frá því. Staðreyndin er sú, að í dag eru íbúar Jórdaníu á bilinu 50 – 70%, afkomendur fólks frá hinu upphaflega umboðsstjórnarsvæði Breta í “Palestínu” og þeir geta auðveldlega ferðast milli Jórdaníu og “Vesturbakkans”.
ORÐ GUÐS MUN HRÓSA SIGRI
Það sem hefur gerst, er ekki aðeins að heimurinn hafi tekið við hinni nýju söguskoðun Araba, heldur hafa þeir sem búa í Júdeu, Samaríu og á Gasa, bæði Arabar og ýmsir aðrir sannfærst um þetta líka. Þess vegna eru háværar kröfur um stofnun ríkis “Palestínumanna” á “hernumdu svæðunum”, með Jerúsalem sem höfuðborg og þjóðir heimsins telja að þetta sé eina leiðin til að friður komist á í Mið-Austurlöndum. Staðreyndin er hins vegar sú, að stofnun slíks viðbótarríkis Araba, er aðeins eitt skrefið í áætlun PLO, til að útrýma Ísraelsríki endanlega og þeir viðurkenna þetta opinberlega í arabískum fjölmiðlum. En ríki heimsins, sem vilja sjá árangur strax, láta sem þau viti ekki af því.
Spámaðurinn Jóel, sem talar um endatímana, fjallar einnig um togstreituna um Landið:
“Sjá, á þeim dögum og í þann tíð, er ég sný við högum Júda og Jerúsalem, vil ég saman safna öllum þjóðum og færa þær ofan í Jósafatsdal og ganga þar í dóm við þær vegna lýðs míns og arfleifðar minnar Ísraels, af því að þeir hafa dreift henni meðal heiðingjanna og skipt sundur landi mínu.” (Jóel 3:6-7)
Guð mun uppfylla sáttmálagjöf sína, sem er að færa Gyðingaþjóðinni allt landið Ísrael til eignar og orð Guðs fyrir munn spámanna Hans mun hrósa sigri að lokum.
Eftir Derek White
Í janúar 1991
Höfundurinn er framkvæmdastjóri "Christian Friends of Israel UK"